Valur er kominn í undanúrslitin í deildabikar kvenna í knattspyrnu eftir sigur á Þrótti úr Reykjavík, 1:0, í Laugardalnum í kvöld.
Valur fylgir þar með Þór/KA í undanúrslitin og mætir Breiðabliki í undanúrslitum. Þór/KA mætir þá annaðhvort FH eða Víkingi.
Sigurmark Valskvenna skoraði Helena Ósk Hálfdánardóttir á 86. mínútu leiksins.