Búinn að kvarta og kveina eins og þið

Arnar Gunnlaugsson á fréttamannafundinum í gær.
Arnar Gunnlaugsson á fréttamannafundinum í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segir það hafa verið erfitt að velja sinn fyrsta landsliðshóp, sem tilkynntur var í gær.

„Minn fyrsti hópur er mjög spennandi. Það er mjög mikil áskorun að vera loksins hinum megin við tjaldið.

Maður var búinn að vera einn af ykkur, að gagnrýna og kvarta og kveina yfir því af hverju Jón er ekki valinn fyrir Sigga,“ sagði Arnar á fréttamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal.

„Núna er það allt í einu ég sem er að velja þennan hóp og ég get sagt ykkur það að það er gríðarlega erfitt. Við eigum allt í einu mikinn fjölda af gríðarlega öflugum leikmönnum. Við erum komnir með svona 40-50 manna sterkan kjarna.

Það var erfitt að skilja menn eftir heima en það er víst bara hægt að velja 23 í þetta skiptið. Það eru nokkuð margir sem fá að bíta í það súra epli að vera heima í þetta skiptið,“ bætti hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert