Markvörðurinn sleit krossband

Ásgeir Orri Magnússon og Nacho Heras í leik Keflavíkur gegn …
Ásgeir Orri Magnússon og Nacho Heras í leik Keflavíkur gegn ÍBV haustið 2023. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Knattspyrnumarkvörðurinn Ásgeir Orri Magnússon, leikmaður Keflavíkur, varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné í leik gegn ÍBV í deildabikarnum í síðasta mánuði.

Fótbolti.net greinir frá.

Af þessum sökum verður hann ekkert með Keflavík á komandi tímabili. Keflvíkingar voru fljótir að bregðast við tíðindunum og sömdu við markvörðinn Sindra Kristin Ólafsson í gær.

Ásgeir Orri er 21 árs og var aðalmarkvörður Keflavíkur á síðasta tímabili þar sem hann lék alla 25 leiki liðsins í 1. deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert