Fyrsti sigur Stólanna

Hugrún Pálsdóttir skoraði annað mark Tindastóls í dag.
Hugrún Pálsdóttir skoraði annað mark Tindastóls í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tindastóll vann sinn fyrsta leik í deilda­bik­ar kvenna í knatt­spyrnu í ár þegar liðið hafði betur gegn Fylki á heimavelli í dag.

Tindastóll endar í síðasta sæti deildarinnar með þrjú stig og -22 í markatölu eftir fimm leiki. Fylkir er með jafn mörg stig en í fimmta sæti með betri markatölu.

Saga Ísey Þorsteinsdóttir kom heimakonum 1:0 yfir á 23. mínútu og Tindastóll var yfir í hálfleik. Hugrún Pálsdóttir skoraði svo annað mark liðsins á 57. mínútu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert