Vestri tilkynnti í gærkvöldi komu Thibang Sindile Theophilus Phete, betur þekktur sem Cafú Phete, frá Suður-Afríku.
Phete, sem er 30 ára, er varnarsinnaður miðjumaður sem getur einnig leyst stöðu varnarmanns.
Phete er uppalinn hjá Milano United í Höfðaborg en hann fór ungur að aldri til Portúgals. Þar á hann 79 leiki í efstu deild og að auki á hann fjóra landsleiki fyrir Suður-Afríku. Þá hefur Phete leikið eitt tímabil í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.