Knattspyrnumaðurinn Þorleifur Úlfarsson æfði með uppeldisfélagi sínu Breiðabliki í Lagos í Portúgal í dag, þar sem Íslandsmeistararnir eru nú í æfingaferð.
Þorleifur er samningslaus eftir að hann fékk samningi sínum hjá ungverska félaginu Debrecen rift í síðasta mánuði.
Sóknarmaðurinn á að baki einn leik í efstu deild með Breiðabliki sumarið 2021 en hefur einnig verið á mála hjá Houston Dynamo í Bandaríkjunum auk þess að leika með Víkingi frá Ólafsvík og Augnabliki að láni frá Breiðabliki á sínum tíma.
Þorleifur er 24 ára og er að jafna sig á meiðslum sem héldu honum lengi frá. Breiðablik birti í dag myndskeið af æfingu liðsins í Lagos þar sem Þorleifur er í aðalhlutverki: