Arfleiddi ástkært félag sitt að hárri upphæð

Halldórs B. Jónssonar minnst á heimavelli Fram í Úlfarsárdal í …
Halldórs B. Jónssonar minnst á heimavelli Fram í Úlfarsárdal í júlí síðastliðnum. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Halldór B. Jónsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Fram og varaformaður KSÍ, arfleiddi félagið sem stóð honum næst að dágóðri upphæð líkt og núverandi formaður knattspyrnudeildar Fram greinir frá.

Vísir vekur athygli á því að í ársreikningi Fram fyrir árið 2024 hafi upphæð „annarra styrkja“ verið 143,4 milljónum króna hærri en árið á undan. Upphæðin nam 176,8 milljónum króna árið 2024 en 33,4 milljónum króna árið 2023.

Guðmundur Torfason formaður knattspyrnudeildar Fram sagði við Vísi að hann gæti ekki gefið upp nákvæma upphæð vegna trúnaðar en staðfesti að Fram hafi verið í erfðaskrá Halldórs og að upphæðin sem hann hafi eftirlátið félaginu hafi verið „dágóð.“

Hall­dór tók við for­mennsku í knatt­spyrnu­deild Fram árið 1981. Hall­dór og stjórn­ar­menn hans í Fram lögðu mikla áhersla að styrkja meist­ara­flokk Fram, sem varð mjög sig­ur­sæll und­ir stjórn Ásgeirs Elías­son­ar þjálf­ara en liðið vann þá 15 bik­ara á sjö árum.

Meðal ann­ars varð fé­lagið Íslands­meist­ari þris­var sinn­um og bikar­meist­ari jafnoft.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert