Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur síðustu daga undirbúið sig á La Finca-svæðinu í Alicante á Spáni fyrir leikina gegn Kósovó í umspili um sæti í B-deild í Þjóðadeildinni.
Á La Finca eru glæsilegar aðstæður til að spila golf og Mikael Egill Ellertsson nýtir gjarnan frítíma í að stunda íþróttina.
„Það er mjög gott að vera hér. Þetta er fallegt svæði og gott að spila golf hérna. Ég er aðeins í golfinu en ég get ekki sagt að ég sé mjög góður,“ sagði Mikael léttur við mbl.is.