Gömlu fyrirliðarnir skellihlógu

mbl.is/Jóhann Ingi

Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með íslenska landsliðinu í fótbolta í leikjunum tveimur við Kósovó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar vegna meiðsla.

Hann kíkti þó við á æfingu í dag með eldri börnum sínum tveimur og fór afar vel á með honum og Aroni Einari Gunnarssyni á La Finca-æfingasvæðinu í Alicante á Spáni í dag, þar sem liðið undirbýr sig fyrir leikina.

Jóhann og Aron, sem eru báðir fyrrverandi landsliðsfyrirliðar, skellihlógu þegar blaðamaður mbl.is var á svæðinu og tók meðfylgjandi mynd.

Orri Steinn Óskarsson er nýskipaður fyrirliði íslenska liðsins.

Aron Einar og Jóhann Berg skellihlógu.
Aron Einar og Jóhann Berg skellihlógu. mbl.is/Jóhann Ingi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert