Sérlega glæsilegt mark Fanneyjar (myndskeið)

Fanney Lísa Jóhannesdóttir (númer 9) fagnar marki í leik á …
Fanney Lísa Jóhannesdóttir (númer 9) fagnar marki í leik á mótinu á Spáni. Ljósmynd/KSÍ

Fanney Lísa Jóhannesdóttir úr Stjörnunni skoraði sérlega glæsilegt mark á dögunum þegar Ísland mætti Úkraínu í undankeppni Evrópumóts U17 ára kvenna á Spáni.

Fanney, sem á einmitt sextán ára afmæli í dag, 18. mars, skoraði með mögnuðu skoti upp í markvinkilinn eftir mikinn sprett í átt að vítateig Úkraínu.

Þetta var hennar áttunda mark í 17 leikjum fyrir U17 ára landslið og yngri en hún lék þrettán leiki í Bestu deildinni í fyrra, þá fimmtán ára  gömul, og skoraði eitt mark.

Markið má sjá hér fyrir neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert