Aron: Ekki mikið eftir

Aron Einar Gunnarsson og Logi Tómasson á landsliðsæfingu.
Aron Einar Gunnarsson og Logi Tómasson á landsliðsæfingu. Ljósmynd/KSÍ

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta til margra ára, verður 36 ára síðar á árinu. Hann er í landsliðshópnum sem mætir Kósovó í tveimur leikjum í umspili í B-deild Þjóðadeildarinnar.

Þrátt fyrir að fyrirliðabandið sé farið er hungrið meira en oft áður hjá Akureyringnum.

„Ég hef reynt að tileinka mér það að hafa eitthvað að sanna. Ég er tilbúinn í þetta verkefni, tilbúinn í baráttu og tilbúinn í að leggja mig allan fram fyrir Íslands hönd,“ sagði Aron við mbl.is frá hóteli landsliðsins í Alicante á Spáni.

„Maður er farinn að átta sig á því að það er ekki mikið eftir. Mér líður samt eins og það sé nýtt hungur og aukin orka,“ bætti Aron við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert