Mikið breyst frá því Arnar var í landsliðinu

Arnar Gunnlaugsson og Orri Steinn Óskarsson á blaðamannafundi í kvöld.
Arnar Gunnlaugsson og Orri Steinn Óskarsson á blaðamannafundi í kvöld. mbl.is/Jóhann Ingi

„Þetta er búið að vera frábært hingað til,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, á blaðamannafundi landsliðsins í Pristínu í Kósovó í gærkvöldi um fyrstu þrjá mánuðina í starfinu.

„Það er mjög fagmannlega að öllu staðið og þessi ferð er búin að opna augun mín fyrir því starfi sem er búið að vera í gangi. Það er hugsað út í öll smáatriði og allt gengur eins og smurð vél.

Starfsfólkið kann sitt fag og lætur mér líða eins og ég sé búin að vera með þeim í mörg ár. Strákarnir hafa svo tekið mér mjög vel,“ sagði Arnar og hélt áfram:

„Það eru einhverjar 80 töskur með okkur núna. Þegar ég var í þessu landsliði var þetta ein taska og maður hélt á öllu sjálfur.

Þetta er allt annar leikur og þetta er eins og risastórt fyrirtæki. Það er mikið hlúð að leikmönnum, sem sinna erfiðasta starfinu, sem er að ná í úrslit.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert