Missir af leikjunum við Kósovó

Mikael Anderson verður ekki með.
Mikael Anderson verður ekki með. mbl.is/Hákon

Mikael Anderson, leikmaður AGF í Danmörku, getur ekki leikið með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu gegn Kósovó annað kvöld og á sunnudaginn vegna meiðsla.

Mikael gat ekki æft með liðinu á Spáni í gær og fyrradag og KSÍ tilkynnti fyrir stundu að hann yrði ekki með í leikjunum. Ekki hefði verið tekin ákvörðun að svo stöddu um að kalla inn leikmann í hans stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert