Tveir missa af leiknum við Kósovó

Valgeir Lunddal Friðriksson verður ekki með.
Valgeir Lunddal Friðriksson verður ekki með. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Valgeir Lunddal Friðriksson, varnarmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, verður ekki með liðinu er það mætir Kósovó í Pristínu í umspili B-deildarinnar í Þjóðadeildinni annað kvöld vegna meiðsla. Mikael Anderson missir einnig af leiknum vegna meiðsla.

„Valgeir er ekki klár á morgun en er búinn að æfa vel. Mikael fór heim í gær og beint í meðhöndlun.

Ég á ekki von á að kalla inn leikmann fyrir fyrri leikinn en við skoðum stöðuna fyrir seinni leikinn. Það eru nokkrir í hættu á að fá leikbann og það geta alltaf komið upp meiðsli,“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson á blaðamannafundi í höfuðborg Kósovó í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert