Aron tengir við Aron

Aron Einar Gunnarsson og Aron Pálmarsson.
Aron Einar Gunnarsson og Aron Pálmarsson. Ljósmynd/Samsett

Ofanritaður ræddi við Aron Einar Gunnarsson, sem var landsliðsfyrirliði í fótbolta í meira en áratug, á hóteli landsliðsins í Alicante á Spáni í vikunni.

Aron, sem verður 36 ára síðar á árinu, er í landsliðshópnum sem mætir Kósovó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar.

Aron talaði um að hann væri hungraðri en áður í að ná árangri með íslenska liðinu, þar sem hann veit að hann er á lokaárum ferilsins og alls ekki sjálfgefið að vera í landsliðshópnum.

Hann tengdi við orð nafna síns Arons Pálmarssonar, landsliðsfyrirliða í handbolta, sem hafði svipaða sögu að segja. Lítið er eftir af ferlinum og tækifærunum til afreka með landsliðinu fer fækkandi.

Þeir eiga það einnig sameiginlegt að koma heim í uppeldisfélagið sitt, áður en þeir héldu aftur út í atvinnumennsku, og fengu þannig nýja sýn á ferilinn. Aron Pálmarsson kom heim í FH og Aron Einar í Þór. Það er gaman að sjá að nafnarnir og hetjurnar tengja vel saman og þora að vera einlægir.

Bakvörð Jóhanns má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert