Tindastóll hefur samið við bandarísku knattspyrnukonuna Makala Woods um að leika með liðinu á komandi tímabili.
Jordyn Rhodes, sem lék með Tindastóli á síðasta tímabili og var næstmarkahæsti leikmaður Bestu deildarinnar, samdi á dögunum við bikarmeistara Vals og voru Stólarnir því í framherjaleit.
Woods er 23 ára framherji sem kemur frá Kentucky-háskólanum, sama háskóla og Rhodes lék fyrir. Áður hafði Woods leikið fyrir Illinois-háskóla.
Hún er marksækin enda var Woods markahæsti leikmaður Kentucky-liðsins á síðasta tímabili með 11 mörk.