Byrjunarlið Íslands: Arnar gerir fimm breytingar

Arnar Gunnlaugsson stýrir Íslandi í fyrsta skipti í kvöld.
Arnar Gunnlaugsson stýrir Íslandi í fyrsta skipti í kvöld. Ljósmynd/KSÍ

Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, hefur tilkynnt sitt fyrsta byrjunarlið en Ísland mætir Kósóvó í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í Pristínu í kvöld.

Alls eru fimm breytingar á liðinu frá því gegn Wales í nóvember er Åge Hareide stýrði íslenska liðinu í síðasta skipti. Þá stillir Arnar upp reynslumikilli þriggja manna vörn, með vængbakvörðum.

Þeir Aron Einar Gunnarsson, Mikael Egill Ellertsson, Hákon Arnar Haraldsson, Logi Tómasson og Albert Guðmundsson koma inn í liðið í staðinn fyrir Jón Dag Þorsteinsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Arnór Ingva Traustason, Valgeir Lunddal Friðriksson og Alfons Sampsted.

Byrjunarlið Íslands:

Mark: Hákon Rafn Valdimarsson.

Vörn: Guðlaugur Victor Pálsson, Aron Einar Gunnarsson, Sverrir Ingi Ingason.

Miðja: Mikael Egill Ellertsson, Ísak Bergmann Jóhannesson, Hákon Arnar Haraldsson, Logi Tómasson.

Sókn: Albert Guðmundsson, Orri Steinn Óskarsson, Andri Lucas Guðjohnsen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert