Knattspyrnumaðurinn Finnur Tómas Pálmason hefur skrifað undir nýjan samning við uppeldisfélag sitt KR. Nýi samningurinn gildir út tímabilið 2027.
Finnur Tómas er 24 ára miðvörður sem hefur leikið með KR nánast alla tíð.
Hann samdi við sænska félagið Norrköping árið 2021 en sneri fljótt aftur og lék áður 12 leiki fyrir Þrótt úr Reykjavík sem lánsmaður í næstefstu deild sumarið 2018.
Alls hefur Finnur Tómas spilað 104 leiki fyrir KR í efstu deild og skorað þrjú mörk. Varð hann Íslandsmeistari með liðinu árið 2019.