Orri Steinn Óskarsson leikur sinn fyrsta leik sem landsliðsfyrirliði er Ísland og Kósovó mætast í Pristínu, höfuðborg Kósovó, í kvöld.
Framherjinn er afar spenntur að fá að leiða íslenska liðið áfram sem fyrirliði í fyrsta skipti.
„Ég get ekki beðið og ég hef varla hugsað um annað en að vera fremstur í röðinni og leiða liðið áfram eftir að ég var skipaður fyrirliði.
Ég er mjög stoltur Íslendingur og mjög spenntur fyrir því að leiða liðið áfram og fyrir leiknum,“ sagði Orri á blaðamannafundi landsliðsins í gærkvöldi.