„Hefur íslenska þjóðin þolinmæði fyrir þessu?“

Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í kvöld.
Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í kvöld. Ljósmynd/Alex Nicodim

„Það tek­ur tíma að breyta liðinu í lið sem á að vera mikið með bolt­ann,“ sagði Kári Árna­son, fyrr­ver­andi leikmaður ís­lenska landsliðsins í fót­bolta, í mynd­veri Stöðvar 2 Sport eft­ir fyrri leik Kósóvó og Ísland í um­spili Þjóðadeild­ar­inn­ar í Prist­ína í kvöld.

Kósóvó vann nokkuð þægi­leg­an sig­ur, 2:1, en ís­lenska liðið virkaði óör­uggt á stór­um köfl­um í leikn­um og var rætt um nálg­un landsliðsþjálf­ar­ans Arn­ars Gunn­laugs­son­ar í mynd­veri eft­ir leik en leik­ur­inn var sá fyrsti und­ir stjórn nýja þjálf­ar­ans.

Liðin mæt­ast á nýj­an leik í Murcia, sem er heima­leik­ur Íslands í ein­víg­inu, á sunnu­dag­inn kem­ur en sig­ur­veg­ar­inn í ein­víg­inu leik­ur í B-deild Þjóðadeild­ar­inn­ar á næstu leiktíð á meðan tapliðið fell­ur í C-deild.

„Það tek­ur mjög lang­an tíma að búa til þannig lið og maður þekk­ir það af eig­in skinni,“ sagði Kári sem er í dag yf­ir­maður knatt­spyrnu­mála hjá Vík­ingi úr Reykja­vík.

„Við vor­um í tvö ár í fall­bar­áttu áður en hlut­irn­ir fóru að ganga upp hjá okk­ur og í þess­um bolta þá færðu bara ein­hverja tíu leiki á ári og fáar æf­ing­ar líka. Hef­ur ís­lenska þjóðin þol­in­mæði fyr­ir þessu? Ég bara veit það ekki.

Þetta snýst fyrst og fremst um úr­slit og það er öll­um slétt sama um ein­hverja fag­ur­fræði, svo lengi sem við vinn­um leiki. Auðvitað er hann að hugsa um það að vinna leiki en þetta má ekki taka tvö ár,“ sagði Kári meðal ann­ars.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert