Margir Íslendingar á hættusvæði

Andri Lucas Guðjohnsen fer í bann ef hann fær spjald …
Andri Lucas Guðjohnsen fer í bann ef hann fær spjald í kvöld. Ljósmynd/Alex Nicodim

Sex leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta eru á hættusvæði í leiknum gegn Kósovó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í kvöld.

Aðeins þarf tvö gul spjöld í Þjóðadeildinni til að fara í bann og þeir Orri Steinn Óskarsson, Ísak Bergmann Jóhannesson, Andri Lucas Guðjohnsen, Mikael Egill Ellertsson, Arnór Ingvi Traustason og Hákon Rafn Valdimarsson eru á leið í bann í seinni leiknum ef þeir fá spjald í kvöld.

Seinni leikurinn er í Murcia á sunnudag og útilokaði Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari ekki að gera breytingar á landsliðshópnum fyrir leikinn á Spáni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert