Spænskur kantmaður í Árbæinn

Pablo Aguilar í leik með Thundering Herd í bandaríska háskólaboltanum.
Pablo Aguilar í leik með Thundering Herd í bandaríska háskólaboltanum. Ljósmynd/Instagram

Karlalið Fylkis í knattspyrnu hefur samið við spænska kantmanninn Pablo Aguilar um að leika með liðinu á komandi tímabili.

Aguilar er 26 ára gamall og getur leyst allar stöður fremst á vellinum en líður best á kantinum. Hann lék síðast fyrir Thundering Herd, lið Marshall-háskólans í Bandaríkjunum, og gerði það undanfarin þrjú ár.

Áður hafði Aguilar leikið með nokkrum liðum í neðri deildum Spánar og lék þar á undan með Valencia og Elche í yngri flokkum.

Fylkir hefur ekki tilkynnt formlega um skiptin, gerir það að öllum líkindum á morgun, en Aguilar er þegar kominn með leikheimild hjá Árbæjarliðinu. Fylkir féll úr Bestu deildinni á síðasta tímabili og leikur því í 1. deild á komandi tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert