Tap í fyrsta leik Arnars

Ísland mátti þola tap gegn Kósóvó, 2:1, í fyrri leik liðanna í um­spili um sæti í B-deild Þjóðadeild­ar karla í fót­bolta í Prist­ína, höfuðborg Kósóvó, í kvöld. Seinni leik­ur­inn fer fram í Murcia á Spáni á sunnu­dag.

Íslenska liðið byrjaði ágæt­lega, hélt bolt­an­um vel inn­an liðsins fyrstu mín­út­urn­ar og spilaði hon­um vel með jörðinni.

Heima­menn áttu hins veg­ar fyrstu tvær til­raun­irn­ar eft­ir rúm­lega tíu mín­útna leik en voru víðsfjarri með skot­um langt fyr­ir utan teig.

Íslenskir áhorfendur í Pristína í kvöld.
Íslensk­ir áhorf­end­ur í Prist­ína í kvöld. Ljós­mynd/​Alex Nicodim

Hinum meg­in gekk ís­lenska liðinu illa að skapa sér opin færi. Guðlaug­ur Victor Páls­son átti hættu­lega fyr­ir­gjöf á 18. mín­útu en bolt­inn endaði í fang­inu á Arija­net Muric í marki Kósóvó.

Örskömmu síðar, eða á 19. mín­útu, komst Kósóvó yfir er Lumb­ar­dh Dellova skoraði með hnit­miðuðu skoti eft­ir að Íslandi mistókst klaufa­lega að koma bolt­an­um í burtu eft­ir fyr­ir­gjöf frá hægri.

Ísland jafnaði hins veg­ar aðeins þrem­ur mín­út­um síðar þegar Ísak Berg­mann Jó­hann­es­son átti fal­lega stungu­send­ingu á Orra Stein Óskars­son sem fór glæsi­lega fram­hjá Muric og af­greiddi bolt­ann ein­stak­lega vel í fjær­hornið úr þröngu færi.

Orri Steinn Óskarsson fer framhjá markverði Kósóvó og augnabliki síðar …
Orri Steinn Óskars­son fer fram­hjá markverði Kósóvó og augna­bliki síðar hafði hann jafnað, 1:1. Ljós­mynd/​Alex Nicodim

Orri Steinn og Al­bert Guðmunds­son áttu síðan báðir ágæt­ar til­raun­ir utan teigs í kjöl­farið en þá fór bolt­inn beint Muric í mark­inu.

Heima­menn sköpuðu sér næsta færi á 43. mín­útu en þá átti Vedat Muriqi hættu­leg­an skalla að marki en Há­kon Rafn Valdi­mars­son var vel staðsett­ur í mark­inu og gerði vel í að verja og Donat Rrudh­an setti bolt­ann yfir í kjöl­farið.

Reynd­ist það síðasta færið í fyrri hálfleik og var staðan jöfn, 1:1, þegar liðin gengu til bún­ings­klefa eft­ir fyrri hálfleik.

Íslensku leikmennirnir fagna jöfnunarmarki Orra Steins Óskarssonar.
Íslensku leik­menn­irn­ir fagna jöfn­un­ar­marki Orra Steins Óskars­son­ar. Ljós­mynd/​Alex Nicodim

Heima­menn byrjuðu seinni hálfleik­inn bet­ur og fóru fyrstu tíu mín­út­ur hans nær ein­göngu fram á vall­ar­helm­ingi Íslands. Amir Rra­hmani átti hættu­leg­an skalla að marki á 57. mín­útu en Há­kon Rafn var vel á verði.

Hann kom hins veg­ar eng­um vörn­um við á 58. mín­útu þegar El­vis Rexh­becaj skilaði bolt­an­um í stöng og inn með góðu skoti eft­ir að Há­kon Arn­ar missti bolt­ann á hættu­leg­um stað.

Orri Steinn var ná­lægt því að jafna aft­ur á 69. mín­útu er hann náði lúmsku skoti í teign­um en Muric gerði mjög vel í að verja frá hon­um. Var það fyrsta til­raun Íslands í seinni hálfleik.

Orri Steinn Óskarsson fyrirliði fremstur í upphitun í kvöld.
Orri Steinn Óskars­son fyr­irliði fremst­ur í upp­hit­un í kvöld. Ljós­mynd/​Alex Nicodim

Varamaður­inn Jón Dag­ur Þor­steins­son komst ná­lægt því að jafna á 81. mín­útu er hann dansaði með bolt­ann í teign­um og bjó sér til færi en skotið var ekki nægi­lega gott og bolt­inn beint á Muric.

Andri Lucas Guðjohnsen fékk annað gott færi á 85. mín­útu er hann komst nán­ast einn gegn Muric eft­ir send­ingu Orra en markvörður­inn bjargaði með tæk­lingu á síðustu stundu.

Nær komst ís­lenska liðið ekki og þarf að treysta á sig­ur í Murcia eft­ir þrjá daga.

Lýs­ing upp­fær­ist sjálf­krafa

All­ar lýs­ing­ar í beinni

Kó­sovó 2:1 Ísland opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert