Grétar búinn að jafna sig á hjartaáfallinu

Aron Sigurðarson og Grétar Guðjohnsen ræða málin eftir æfingu hjá …
Aron Sigurðarson og Grétar Guðjohnsen ræða málin eftir æfingu hjá KR. Ljósmynd/Skjáskot

Besta deildin í knattspyrnu karla fer af stað eftir rétt rúmlega tvær vikur og hefur deildin sent frá sér fyrstu stikluna í nýrri herferð til að kynna mótið.

Viðfangsefni auglýsingarinnar er Knattspyrnufélag Reykjavíkur sem hefur verið duglegt á félagaskiptamarkaðnum fyrir mót og sankað að sér mikið af uppöldum KR-ingum.

Í auglýsingunni er rykið dustað af gömlum karakter, sem Hjálmar Örn Jóhannsson leikur, og kom fyrst kom fram á sjónarsviðið fyrir nokkrum árum.

Grétar Guðjohnsen er uppalinn í KR og hefur oftar en ekki þurft að bíta í það súra epli að vera utan hóps á leikdegi. Hann er þó klár í slaginn eftir að hafa jafnað sig á hjartaáfalli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert