Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaðurinn reyndi, er kominn inn í landsliðshóp Íslands í knattspyrnu fyrir seinni leikinn gegn Kósovó í umspili Þjóðadeildarinnar sem fram fer í Murcia á Spáni á sunnudaginn.
Jóhann kemur í staðinn fyrir Mikael Anderson sem þurfti að draga sig út úr hópnum fyrir fyrri leikinn gegn Kósovó sem fram fór í gærkvöld og endaði með sigri Kósovóa, 2:1.
Þegar hópurinn var valinn fyrir leikina var Jóhann úr leik vegna meiðsla en hann er einn reyndasti landsliðsmaður Íslands og var fyrirliði liðsins á árinu 2024.