Konurnar mæta Skotlandi í sumar

Arna Eiríksdóttir er fyrirliði U23-ára landsliðsins.
Arna Eiríksdóttir er fyrirliði U23-ára landsliðsins. mbl.is/Hákon

Íslenska U23-ára landslið kvenna í fótbolta mætir Skotlandi í tveimur vináttulandsleikjum ytra í sumar.

Þetta tilkynnti Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, á samfélagsmiðlum sínum en leikirnir fara fram ytra, dagana 29. maí og 2. júní.

Leikstaðir verða tilkynntir þegar þeir liggja fyrir,“ segir í tilkynningu á heimasíðu Knattspyrnusambandsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert