Gil Manzano dæmir síðari leik Íslands og Kósovó í umspili Þjóðadeildar karla í fótbolta í Murcia á sunnudaginn kemur.
Manzano, sem er 41 árs gamall, dæmdi meðal annars leik Barcelona og Real Madrid fyrr á tímabilinu og þá var hann einnig á meðal dómara á Evrópumótinu í Þýskalandi síðasta sumar.
Allt dómaratríóið á sunnudaginn kemur frá Spáni, sem og fjórði dómarinn, VAR-dómarinn og aðstoðar VAR-dómarinn.
Kósovó leiðir 2:1 í einvígi sínu gegn íslenska liðinu en sigurvegarinn úr einvíginu leikur í B-deild Þjóðadeildarinnar á næsta keppnistímabili en tapliðið fellur í C-deild.