Tveir litlir pjakkar frá Skaganum

Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson, sitt hvoru megin …
Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson, sitt hvoru megin við Andra Lucas Guðjohnsen. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson léku saman á miðri miðjunni gegn Kósóvó í Þjóðadeildinni í fótbolta í gærkvöldi. Þeir eru báðir frá Akranesi og eru góðir vinir.

„Það var ótrúlega sérstakt að spila saman á miðjunni, tveir litlir pjakkar frá Skaganum,“ sagði Ísak um samvinnu þeirra í gær.

„Mér fannst við spila vel saman í fyrri hálfleik. Það var meira basl í seinni hálfleik og Hákon var óheppinn í markinu. Það var klárlega brotið á honum,“ bætti hann við og hélt áfram:

„Hákon er einn besti leikmaður sem ég hef spilað með og hann getur gert mistök eins og aðrir. Nú er það áfram gakk,“ sagði Ísak.

Ísak Bergmann og Hákon Arnar voru báðir í byrjunarliðinu í …
Ísak Bergmann og Hákon Arnar voru báðir í byrjunarliðinu í gær. Ljósmynd/Alex Nicodim
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert