Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson léku saman á miðri miðjunni gegn Kósóvó í Þjóðadeildinni í fótbolta í gærkvöldi. Þeir eru báðir frá Akranesi og eru góðir vinir.
„Það var ótrúlega sérstakt að spila saman á miðjunni, tveir litlir pjakkar frá Skaganum,“ sagði Ísak um samvinnu þeirra í gær.
„Mér fannst við spila vel saman í fyrri hálfleik. Það var meira basl í seinni hálfleik og Hákon var óheppinn í markinu. Það var klárlega brotið á honum,“ bætti hann við og hélt áfram:
„Hákon er einn besti leikmaður sem ég hef spilað með og hann getur gert mistök eins og aðrir. Nú er það áfram gakk,“ sagði Ísak.