Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, gerir sex breytingar á byrjunarliðinu fyrir seinni leikinn við Kósovó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar en leikið er í Murcia.
Stefán Teitur Þórðarson, Þórir Jóhann Helgason, Arnór Ingvi Traustason, Willum Þór Willumsson, Valgeir Lunddal Friðriksson og Jón Dagur Þorsteinsson koma inn í liðið.
Hákon Arnar Haraldsson, Andri Lucas Guðjohnsen, Aron Einar Gunnarsson, Logi Tómasson, Guðlaugur Victor Pálsson og Mikael Egill Ellertsson byrja á bekknum en Hákon er að glíma við einhver meiðsli.
Sverrir Ingi Ingason, Ísak Bergmann Jóhannesson, Hákon Rafn Valdimarsson, Albert Guðmundsson og Orri Steinn Óskarsson eru þeir einu sem byrja í kvöld sem voru einnig í byrjunarliðinu í fyrri leiknum.
Miðjumennirnir Stefán Teitur Þórðarson og Ísak Bergmann Jóhannesson eru báðir í varnarlínunni í kvöld og fá nýtt hlutverk.
Mark: Hákon Rafn Valdimarsson.
Vörn: Valgeir Lunddal Friðriksson, Sverrir Ingi Ingason, Stefán Teitur Þórðarson, Ísak Bergmann Jóhannesson.
Miðja: Willum Þór Willumsson, Þórir Jóhann Helgason, Arnór Ingi Traustason, Jón Dagur Þorsteinsson.
Sókn: Albert Guðmundsson, Orri Steinn Óskarsson.