Ísland mætir Frakklandi tvisvar í haust

Kylian Mbappé mætir væntanlega Íslandi í tveimur leikjum með franska …
Kylian Mbappé mætir væntanlega Íslandi í tveimur leikjum með franska landsliðinu í haust. AFP

Eftir úrslit kvöldsins í Þjóðadeild karla í knattspyrnu liggur fyrir að Ísland mun mæta Frakklandi tvisvar í haust í undankeppni heimsmeistaramótsins 2026.

Þegar dregið var í riðla undankeppninnar fyrr í vetur lá fyrir að Ísland yrði í riðli með Úkraínu og Aserbaísjan, og svo annaðhvort Frakklandi eða Króatíu, eftir því hvor þjóðin ynni einvígi liðanna í átta liða úrslitum Þjóðadeildarinnar.

Frakkar höfðu betur í kvöld, sigruðu 2:0 og unnu síðan í vítaspyrnukeppni en Króatar höfðu unnið sinn heimaleik 2:0.

Þar með liggja fyrir dagsetningarnar á leikjunum sex hjá Íslandi í undankeppni HM 2026:

5. september: Ísland - Aserbaísjan
9. september: Frakkland - Ísland
10. október: Ísland - Úkraína
13. október: Ísland - Frakkland
13. nóvember: Aserbaísjan - Ísland
16. nóvember: Úkraína - Ísland

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert