Slök frammistaða og Ísland fallið

Ísland er fallið niður í C-deild Þjóðadeild­ar karla í fót­bolta eft­ir 3:1 gegn Kó­sovó í seinni leik liðanna í um­spili um sæti í B-deild­inni í kvöld en leikið var á Murcia á Spáni. Kó­sovó vann fyrri leik­inn á heima­velli, 2:1, og ein­vígið því sam­an­lagt 5:2.

Ísland byrjaði leik­inn með glæsi­brag því Orri Steinn Óskars­son skoraði strax á 2. mín­útu er hann af­greiddi bolt­ann í netið með glæsi­legu skoti í fyrsta af stuttu færi eft­ir horn­spyrnu frá Al­berti Guðmunds­syni.

Amir Rra­hmani átti fyrstu til­raun Kó­sovóa á 9. mín­útu er hann skallaði að marki úr þröngu færi og bolt­inn beint í fangið á Há­koni Rafni Valdi­mars­syni í marki Íslands. Þrem­ur mín­út­um síðar átti hann ann­an skalla úr teign­um en aft­ur fór bolt­inn beint á Há­kon.

Albert Guðmundsson með boltann.
Al­bert Guðmunds­son með bolt­ann. Ljós­mynd/​Alex Nicodim

Íslenska liðið komst í hann krapp­ann á 16. mín­útu er Ermal Krasn­iqi skaut hár­fínt yfir úr fínu færi eft­ir mis­tök hjá vörn­inni og Há­koni. Íslenska liðið byrjaði flest­ar sókn­ir á stutt­um send­ing­um frá markverði og varn­ar­mönn­um sem stund­um bauð ákveðinni hættu heim.

Íslenska liðinu gekk illa að skapa sér opin færi í kjöl­far marks­ins hjá Orra og voru færi Kó­sovóa mun fleiri á fyrsta hálf­tím­an­um en staðan þó enn 1:0.

Milot Rashica fékk gullið tæki­færi til að jafna leik­inn og koma Kó­sovó yfir í ein­víg­inu þegar hann fékk frí­an skalla af stuttu færi í teign­um á 31. mín­útu en Há­kon Rafn var vel staðsett­ur og gerði mjög vel í að verja.

Jón Dagur á ferðinni.
Jón Dag­ur á ferðinni. Ljós­mynd/​Alex Nicodim

Sókn Kó­sovó bar ár­ang­ur á 35. mín­útu er Vedat Muriqi var gal­op­in í teign­um og skoraði af ör­yggi af stuttu færi eft­ir send­ingu frá vinstri. Var staðan þá 1:1 og 2:1 fyr­ir Kó­sovó sam­an­lagt.

Kó­sovó hélt áfram að sækja og Ermal Krasn­iqi komst í fínt færi mín­útu eft­ir markið en Há­kon Rafn var vand­an­um vax­inn í mark­inu.

Ísland skapaði sér loks­ins færi á 40. mín­útu er Will­um Þór Will­umsson skaut fram­hjá úr teign­um eft­ir skynd­isókn. Rúmri mín­útu síðar skallaði Will­um rétt fram­hjá eig­in marki eft­ir enn eina sókn Kó­sovó. Amir Rra­hmani skaut rétt fram­hjá úr horn­inu sem Kó­sovó fékk í kjöl­farið.

Orri Steinn Óskarsson í þann mund að koma Íslandi yfir.
Orri Steinn Óskars­son í þann mund að koma Íslandi yfir. Ljós­mynd/​Alex Nicodim

Kó­sovó hélt áfram að sækja og vera mun sterk­ari aðil­inn í leikn­um og það skilaði sér í öðru mark­inu í blálok fyrri hálfleiks er Muriqi slapp í gegn og potaði bolt­an­um fram­hjá Há­koni í markið.

Var staðan í hálfleik því 2:1 Kó­sovó í vil og 3:1 í ein­víg­inu og út­litið svart fyr­ir ís­lenska liðið.

Ísland byrjaði seinni hálfleik­inn ágæt­lega og Þórir Jó­hann Helga­son átti hættu­legt skot á 53. mín­útu. Bolt­inn stefndi í hornið en Amir Saipi í marki Kó­sovó varði vel.

Þórir Jóhann Helgason.
Þórir Jó­hann Helga­son. Ljós­mynd/​Alex Nicodim

Al­bert skaut síðan yfir úr auka­spyrnu af 30 metra færi eða svo á 62. mín­útu og gekk ís­lenska liðinu illa að skapa sér góð færi.

Vont varð síðan verra á 69. mín­útu er Aron Ein­ar Gunn­ars­son, sem kom inn á fyr­ir seinni hálfleik­inn, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt er hann tók Muriqi niður á miðsvæðinu þegar sókn­ar­maður­inn var að kom­ast í góða stöðu.

Staðan versnaði síðan enn á 79. mín­útu þegar Muriqi skoraði sitt þriðja mark og þriðja mark Kó­sovó er hann kom bolt­an­um í netið af stuttu færi þegar ís­lenska liðinu mistókst að koma bolt­an­um í burtu eft­ir horn­spyrnu.

Leik­ur­inn var í raun bú­inn eft­ir þriðja markið og fjaraði hann út í kjöl­farið.

Lýs­ing upp­fær­ist sjálf­krafa

All­ar lýs­ing­ar í beinni

Ísland 1:3 Kó­sovó opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert