Knattspyrnumaðurinn Gísli Laxdal Unnarsson er genginn til liðs við uppeldisfélag sitt ÍA að nýju frá Val þar sem hann lék á síðasta tímabili og á undirbúningstímabilinu í ár. Skrifaði Gísli undir samning sem gildir út tímabilið 2027.
Gísli er 24 ára gamall kantmaður og bakvörður sem hefur leikið alls 83 leiki og skorað 13 mörk fyrir ÍA og Val á ferlinum.
„Gísli er uppalinn á Skaganum og æfði upp yngri flokkana hjá ÍA. Nú snýr hann aftur heim – tilbúinn að berjast í gulu treyjunni fyrir félagið sitt og bæinn sinn.
Við fögnum Gísla hjartanlega og hlökkum til að sjá hann skína á Akranesvelli á næstu árum!“ sagði meðal annars í tilkynningu frá knattspyrnudeild ÍA.