Tókst að ná mér 100 prósent

Valgeir Lunddal Friðriksson
Valgeir Lunddal Friðriksson Ljósmynd/Alex Nicodim

„Heilsan er góð og ég er klár í leikinn,“ sagði Valgeir Lunddal Friðriksson, landsliðsmaður í fótbolta, í samtali við mbl.is.

Valgeir hefur verið frá keppni undanfarnar vikur vegna meiðsla í læri en hann er nú búinn að jafna sig og klár í leik Íslands og Kósovó í umspili B-deildar Þjóðadeildarinnar í dag.

„Ég fann til aftan í læri í leik fyrir þremur vikum. Við mátum stöðuna þannig að það væri best ef ég myndi kúpla mig aðeins út og reyna að ná mér 100 prósent og það tókst. Ég hef æft vel í vikunni og er ferskur í dag.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert