Um 1.600 áhorfendur verða á seinni leik Íslands og Kósovó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildar karla í fótbolta í Murcia.
Leikurinn hefst klukkan 18 að staðartíma, eða klukkan 17 að íslenskum tíma. Íslenskir áhorfendur verða um 1.400 og því um 200 Kósovóar.
Kósovó vann fyrri leikinn í Pristínu 2:1 og þarf Ísland því að vinna upp eins marks forskot til að halda sæti sínu í B-deildinni.