Akureyrarliðið í úrslit eftir vítakeppni

Akureyrarliðið fagnar marki í kvöld.
Akureyrarliðið fagnar marki í kvöld. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Þór/KA hafði betur gegn Stjörnunni í vítakeppni í undanúrslitum deildabikars kvenna í knattspyrnu í Boganum á Akureyri í kvöld. 

Venjulegum leiktíma lauk með jafntefli, 1:1, og þurfti vítakeppni til að útkljá málin. Þar voru Akureyringar sterkari og unnu 4:3. 

Margrét Árnadóttir kom Þór/KA yfir á 25. mínútu leiksins en Hrefna Jónsdóttir jafnaði metin fyrir Stjörnuna á þeirri 56. og þar við sat í venjulegum leiktíma. 

Þór/KA mun mæta Íslandsmeisturum Breiðabliks í úrslitaleiknum næstkomandi föstudagskvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert