Knattspyrnumaðurinn Daníel Agnar Ásgeirsson er genginn til liðs við Gróttu en hann var síðast samningsbundinn Vestra.
Daníel skrifar undir tveggja ára samning á Seltjarnarnesi en hann er 28 ára gamall.
Daníel lék tvo leiki með Vestra í Bestu deildinni á síðustu leiktíð en hann var leikmaður Vestra frá 2016 til 2024.
Þá lék hann með Herði á Ísafirði í 5. deildinni sumarið 2023 en hann á alls 40 leiki að baki í næstefstu deild.
Grótta mun leika í 2. deildinni eftir að hafa fallið úr 1. deild á síðustu leiktíð.