Knattspyrnumarkvörðurinn Ingvar Jónsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Víking úr Reykjavík.
Ingvar, sem verður 36 ára gamall á árinu, verður nú hjá Víkingum út tímabilið 2026.
Ingvar gekk í raðir Víkings frá danska liðinu Viborg árið 2020 og hefur síðan tvívegis orðið Íslandsmeistari og þrívegis bikarmeistari.
Hann á að baki átta landsleiki fyrir Íslands hönd en Ingvar, sem hóf ferilinn með Njarðvík, varð einnig Íslandsmeistari með Stjörnunni 2014.
Ingvar varði mark Víkings í 34 mótsleikjum á árinu 2024 en deildaleikir hans á ferlinum, heima og erlendis, eru 339 talsins.