„Ég veit ekki hvað hefur klikkað í uppeldinu“

Jökull Andrésson.
Jökull Andrésson. mbl.is/Ólafur Árdal

Besta deild karla í fótbolta hefst eftir rúmlega viku og hefur deildin sent frá sér aðra stiklu í nýrri auglýsingaherferð deildarinnar.

Afturelding, sem er nýliði í deildinni, er í aðalhlutverki í stiklunni en liðið leikur í efstu deild í fyrsa sinn í sögunni.

Bræðurnir Axel Óskar og Jökull Andréssynir eru í aðalhlutverkum og þá fær faðir þeirra, Andrés Guðmundsson, einnig pláss í stiklunni. 

„Ég veit ekki hvað hefur klikkað í uppeldinu,“ lætur Andrés meðal annars út úr sér en stikluna má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert