Úr Garðabænum í Kópavoginn

Dagur Orri Garðarsson er genginn til liðs við HK.
Dagur Orri Garðarsson er genginn til liðs við HK. Ljósmynd/HK

Knattspyrnumaðurinn Dagur Orri Garðarsson er genginn til liðs við HK að láni frá uppeldisfélagi sínu Stjörnunni út komandi tímabil.

Dagur Orri er 19 ára sóknarmaður sem lék að láni hjá KFG í 2. deild á síðasta tímabili og skoraði þar tíu mörk í 17 leikjum.

Hann er sonur Garðars Jóhannssonar, fyrrverandi landsliðs- og atvinnumanns í knattspyrnu.

HK leikur í 1. deild eftir að hafa fallið úr Bestu deildinni á síðasta tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert