Breiðablik skoraði fjögur í úrslitaleiknum

Agla María Albertsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, tekur við deildabikarnum í kvöld.
Agla María Albertsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, tekur við deildabikarnum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Breiðablik varð í kvöld deildabikarmeistari kvenna í fótbolta með öruggum sigri á Þór/KA á heimavelli sínum, Kópavogsvelli. Urðu lokatölur 4:1.

Samantha Smith kom Breiðabliki á bragðið á 3. mínútu og 20 mínútum síðar tvöfaldaði Birta Georgsdóttir forskotið. Voru hálfleikstölur því 2:0.

Sonja Björg Sigurðardóttir minnkaði muninn fyrir Þór/KA á 55. mínútu en tíu mínútum síðar kom Barbára Sól Gísladóttir Breiðabliki aftur í tveggja marka forystu.

Andrea Rut Bjarnadóttir gulltryggði svo sigurinn með marki á lokasekúndunum og þriggja marka sigur varð raunin.

Edith Kristín Kristjánsdóttir úr Breiðabliki með boltann í kvöld. Bríet …
Edith Kristín Kristjánsdóttir úr Breiðabliki með boltann í kvöld. Bríet Jóhannsdóttir er til varnar. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka