Hótuðu fjölskyldu íslenska landsliðsmannsins

Arnór Sigurðsson.
Arnór Sigurðsson. Ljósmynd/Malmö

Fjölskyldu íslenska knattspyrnumannsins Arnórs Sigurðssonar var hótað í skilaboðum sem beint var að Arnóri eftir að hann gekk til liðs við sænska úrvalsdeildarfélagið Malmö á dögunum.

Það er sænski miðillinn Aftonbladet sem greinir frá þessu en Arnór, sem er 25 ára gamall, gekk til liðs við Malmö frá Blackburn í febrúar og skrifaði undir þriggja ára samning við félagið.

Stuðningsmenn Norrköping voru allt annað en sáttir með íslenska landsliðsmanninn og hafa verið duglegir að láta hann heyra það eftir félagaskiptin.

Hlutirnir hafa róast

„Hlutirnir hafa aðeins róast frá því að ég gekk fyrst til liðs félagið,“ sagði Arnór í samtali við Aftonbladet.

„Þegar hótanirnar snúa að fjölskyldunni minni líka þá er það of mikið. Ég kippi mér lítið upp við það sem er skrifað um mig sjálfan en að blanda fjölskyldunni minni í þetta er allt of mikið. 

Ég kenni í brjóst um fólk sem skrifar svona hluti. Þetta sýnir hvaða manneskju þau hafa að geyma,“ bætti Arnór við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert