Víkingur vann sannfærandi sigur á KR, 5:1, er liðin mættust í úrslitum Bose-mótsins í fótbolta í karlaflokki í kvöld.
Helgi Guðjónsson og Erlingur Agnarsson komu Víkingum í 2:0 en Eiður Gauti Sæbjörnsson minnkaði muninn í blálok fyrri hálfleiks.
Víkingar voru hins vegar mun sterkari í seinni hálfleik og þeir Valdimar Þór Ingimundarson og Atli Þór Jónasson skoruðu báðir og Helgi gerði sitt annað mark.
Víkingur byrjar Bestu deildina á heimaleik gegn ÍBV mánudaginn 7. apríl. KR mætir KA á útivelli degi fyrr.