Yfirgaf Víkingsvöllinn í sjúkrabíl

Stefán Árni Geirsson meiddist í kvöld.
Stefán Árni Geirsson meiddist í kvöld. mbl.is/Ólafur Árdal

Stefán Árni Geirsson leikmaður KR meiddist í leik liðsins gegn Víkingi úr Reykjavík í úrslitaleik Bose-mótsins á Víkingsvelli í kvöld og varð að fara af velli.

Fótbolti.net greinir frá og er um ökklameiðsli að ræða. Yfirgaf Stefán Víkingsvöllinn á sjúkrabíl en samkvæmt netmiðlinum eru meiðslin ekki jafn alvarleg og í fyrstu var óttast.

Í fyrstu var óttast að um ökklabrot er að ræða en eftir skoðun kom í ljós að leikmaðurinn hafi farið úr ökklalið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert