Halldór Smári hættur í fótbolta

Halldór Smári Sigurðsson hefur lagt skóna á hilluna.
Halldór Smári Sigurðsson hefur lagt skóna á hilluna. mbl.is/Óttar Geirsson

Halldór Smári Sigurðsson, sem oft hefur verið kallaður herra Víkingur, hefur lagt skóna á hilluna.

Halldór er fæddur árið 1988 og hefur verið hjá Víkingi í Reykjavík allan sinn feril og spilað með meistaraflokki frá árinu 2008.

Halldór hefur spilað 461 mótsleik fyrir félagið, þar af tæplega 281 leik í deildakeppni Íslandsmótsins, og er langleikjahæsti leikmaðurinn í sögu Víkings, og sá næstleikjahæsti í efstu deild með 203 leiki.

Halldór sem spilaði sem miðvörður varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari og fjórum sinnum bikarmeistari með Víkingi. Þá var hann partur af liðinu sem braut blað í sögunni og vann fyrsta leik íslensks liðs í Sambandsdeildinni síðasta haust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert