Stefán Árni Geirsson, leikmaður KR, meiddist illa í leik Víkings R. og KR í gær. Hann meiddist illa þegar hann varð fyrir tæklingu í fyrri hálfleik og strax var ljóst að hann hafi farið úr ökklalið.
Nú hefur komið í ljós að hann braut einnig bein í ökkla og ljóst er að hann verður lengi frá vegna meiðslanna. Ekki hefur verið gefin út tímasetning á endurkomu Stefáns en ólíklegt þykir að hann spili nokkuð á tímabilinu sem er í þann mund að hefjast.
Stefán Árni er 24 ára uppalinn KR-ingur sem hefur leikið 14 unglingaliðsleiki fyrir Íslands hönd. Stefán hefur verið afar óheppinn með meiðsli á sínum ferli og heldur óheppnin áfram að elta hann.