Knattspyrnumaðurinn Ahmad Faqa er kominn til FH að láni frá AIK í Svíþjóð. Gildir samningurinn út júlí.
Faqa þekkir fótboltann á Íslandi vel, því hann lék með HK fyrir tveimur árum. Lék hann 25 leiki með HK-ingum í Bestu deildinni og skoraði í þeim tvö mörk.
Miðvörðurinn er uppalinn í Svíþjóð en leikur fyrir landslið Sýrlands, hvaðan foreldrar hans eru. Faqa, sem er 22 ára gamall, spilaði sjö leiki með AIK í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta ári.
Hann var einn fjögurra leikmanna sem komu til greina sem besti ungi leikmaður Íslandsmótsins 2023 en Stjörnumaðurinn Eggert Aron Guðmundsson hlaut nafnbótina.
Hjá FH hittir Faqa fyrir samherja sinn úr vörn HK frá árinu 2023 en Birkir Valur Jónsson gekk til liðs við Hafnarfjarðarliðið í vetur.