Þór skoraði sjö – mögnuð byrjun Dags

Aron Ingi Magnússon skoraði eitt markanna fyrir Þór.
Aron Ingi Magnússon skoraði eitt markanna fyrir Þór. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Þór sýndi grönnum sínum í Magna enga miskunn er liðin mættust í 2. umferð bikarkeppni karla í fótbolta í Boganum á Akureyri í kvöld. Urðu lokatölur 7:0.

Ibrahima Balde, sem lék með Vestra í Bestu deildinni á síðustu leiktíð, skoraði tvö fyrstu mörk Þórs. Þeir Einar Freyr Halldórsson, Sigfús Fannar Gunnarsson, Aron Ingi Magnússon, Atli Þór Sindrason og Sverrir Páll Ingason gerðu næstu fimm mörk gegn 3. deildarliðinu frá Grenivík.

Dagur Orri Garðarsson byrjar með látum hjá HK en þessi 19 ára gamli sóknarmaður skoraði þrennu á fyrstu 18 mínútunum er liðið sigraði Hvíta riddarann úr 3. deild í Kórnum, 4:0. Dagur er nýkominn til HK að láni frá Stjörnunni. Þorsteinn Aron Antonsson innsiglaði fjögurra marka sigur HK-inga á 63. mínútu.

Þá gerðu Haukar úr 2. deild góða ferð í Árbæinn og unnu þar 4. deildarlið Elliða, 3:1. Magnús Ingi Halldórsson kom Haukum yfir á 5. mínútu en Emil Ásgeir Emilsson jafnaði á 16. mínútu. Þröstur Sæmundsson og Gylfi Gestsson skoruðu hins vegar báðir sjálfsmark sinn hvorum megin við hálfleikinn og Haukar unnu tveggja marka sigur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert