„Maður ætlaði sér stærri hluti með liðinu“

Hólmar Örn Eyjólfsson.
Hólmar Örn Eyjólfsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það hef­ur verið á bratt­ann að sækja hjá okk­ur, síðustu ár,“ sagði Hólm­ar Örn Eyj­ólfs­son, fyr­irliði Vals í Bestu deild karla í fót­bolta, í sam­tali við mbl.is.

Vals­mönn­um er spáð þriðja sæti deild­ar­inn­ar í ár­legri spá íþrótta­deild­ar mbl.is og Morg­un­blaðsins en Vals­menn höfnuðu einnig í þriðja sæt­inu á síðustu leiktíð.

Hólm­ar Örn, sem er 34 ára gam­all, sneri heim úr at­vinnu­mennsku árið 2022 og samdi við Vals­menn en hann bíður enn þá eft­ir sín­um fyrsta bik­ar með fé­lag­inu.

Hungraður í ár­ang­ur

„Gengið hef­ur verið upp og ofan og maður ætlaði sér stærri hluti með liðinu, það er klárt mál,“ sagði Hólm­ar Örn.

„Maður er mjög hungraður í ár­ang­ur eft­ir þessi fyrstu þrjú tíma­bil sín á Hlíðar­enda. Við gömlu kall­arn­ir á Hlíðar­enda erum mjög hungraðir í ár­ang­ur og við vilj­um að sjálf­sögðu ljúka ferl­in­um á bik­ar, hvort sem nú ger­ist eft­ir eitt, fimm eða tíu ár.

Ald­ur­inn hef­ur ekki þau áhrif á mann að hungrið í ár­ang­ur minnki eitt­hvað, ef eitt­hvað er þá eykst það eft­ir því sem árin líða,“ sagði Hólm­ar Örn í sam­tali við mbl.is.

Vals­mönn­um er spáð 3. sæti í ár­legri spá íþrótta­deild­ar mbl.is og Morg­un­blaðsins en Vals­menn taka á móti Vestra í 1. um­ferð Bestu deild­ar­inn­ar, á morg­un, sunnu­dag­inn 6. apríl, klukk­an 14 á Hlíðar­enda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert