Nógu góðir til að spila í efstu deild

Liðsmenn Aftureldingar fagna sætinu í efstu deild.
Liðsmenn Aftureldingar fagna sætinu í efstu deild. mbl.is/Ólafur Árdal

Aft­ur­eld­ing mæt­ir til leiks í fyrsta skipti í efstu deild karla í fót­bolta á ár­inu en liðið tryggði sér sæti í Bestu deild­inni með sigri á Kefla­vík í úr­slit­um um­spils 1. deild­ar­inn­ar á Laug­ar­dals­velli síðasta haust.

Síðan þá hef­ur fé­lagið fengið til sín Axel Óskar Andrés­son frá KR, Oli­ver Sig­ur­jóns­son frá Breiðabliki, Þórð Gunn­ar Hafþórs­son frá Fylki og markvörðinn Þórð Inga­son frá KFA en þeir hafa all­ir reynslu úr efstu deild.

Ásgeir Frank Ásgeirs­son og Oli­ver Jen­sen eru farn­ir frá Aft­ur­eld­ingu, sem hélt öðrum leik­mönn­um liðsins inn­an fé­lags­ins.

„Við höf­um fengið virki­lega flotta leik­menn. Þeir eru ekki marg­ir en svo héld­um við nán­ast öll­um okk­ar leik­mönn­um. Við þurft­um ekki að bæta of miklu við okk­ur því við erum með leik­menn sem náðu þess­um ár­angri á síðustu leiktíð. Við telj­um að þeir séu nógu góðir til að spila í efstu deild þótt þeir hafi ekki all­ir gert það áður.

Það er mik­il­vægt að halda í gild­in okk­ar frá því í fyrra og sér­stak­lega þegar við horf­um á leikstíl­inn okk­ar. Við erum góðir í að spila bolt­an­um sam­an og við tengj­um vel hver við ann­an. Það er gott að við erum bún­ir að vera í nokk­ur ár sam­an,“ sagði Aron Elí Sæv­ars­son, fyr­irliði Aft­ur­eld­ing­ar, við mbl.is.

Aft­ur­eld­ing hafnaði í 10. sæti í spá Morg­un­blaðsins sem birt var í miðviku­dags­blaðinu. Aft­ur­eld­ing mæt­ir Íslands­meist­ur­um Breiðabliks í sín­um fyrsta leik í efstu deild frá upp­hafi á Kópa­vogs­velli í kvöld klukk­an 19.15.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert