„Skaðinn er skeður og ég tek fulla ábyrgð“

Elmar Atli Garðarsson.
Elmar Atli Garðarsson. Ljósmynd/Kristinn Steinn

„Það er mjög svekkj­andi að missa af byrj­un tíma­bils­ins,“ sagði Elm­ar Atli Garðars­son, fyr­irliði Vestra í Bestu deild karla í fót­bolta, í sam­tali við mbl.is.

Elm­ar Atli var úr­sk­urðaður í tveggja mánaða bann frá fót­bolta af aga- og úr­sk­urðar­nefnd KSÍ þann 18. mars fyr­ir brot á veðmála­regl­um Knatt­spyrnu­sam­bands­ins.

Elm­ar Atli veðjaði meðal ann­ars á 31 leik í Bestu deild karla, fjóra í deilda­bik­ar karla og einn leik í bik­ar­keppn­inni en þó aldrei á leiki með sínu liði.

Tek­ur ábyrgð á gjörðum sín­um

„Ég tek fulla ábyrgð á gjörðum mín­um og það er mitt að taka á þessu,“ sagði Elm­ar Atli.

„Fé­lagið gerði æf­ingapl­an fyr­ir mig sem ég mun fylgja, þangað til ég kemst aft­ur inn á völl­inn. Þetta er bara eins og hvert annað verk­efni sem þarf að tækla. Það þýðir ekki að brotna við svona lagað.

Ég fylg­ist auðvitað með frétt­um og varð var við umræðuna. Ég hef samt reynt eft­ir fremsta megni að ein­beita mér að sjálf­um mér í öllu þessu ferli en það er erfitt líka þegar þetta er út um allt. Skaðinn er skeður og ég tek fulla ábyrgð á því,“ bætti Elm­ar Atli við í sam­tali við mbl.is.

Vestra er spáð 12. og neðsta sæt­inu í ár­legri spá íþrótta­deild­ar mbl.is og Morg­un­blaðsins en Vestra­menn heim­sækja Val í 1. um­ferð Bestu deild­ar­inn­ar á morg­un, sunnu­dag­inn 6. apríl, klukk­an 14 á Hlíðar­enda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert